Verklegar æfingar í náttúrufræði

46 Bylgjur – ljós Fer ljósgeisli í gegnum vökva? Efni og áhöld Glær plastflaska, vatn, mjólk, dropateljari, vasaljós eða leisibendill. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd yfir og skráið hjá ykkur það sem þið haldið að gerist. Framkvæmd • Látið vatn renna í flöskuna upp að hálsi. • Slökkvið ljósið. • Lýsið gegnum flöskuna með vasaljósinu eða leisinum. Hvað sjáið þið? Sést geislinn í vatninu? • Setjið nokkra dropa af mjólk út í vatnið í flöskunni og fylgist með hvernig mjólkin blandast vatninu. • Þegar mjólkin hefur blandast vatninu skuluð þið lýsa aftur í gegnum flöskuna. Sést geislinn í vökvanum? • Bætið meiri mjólk í vökvann þar til flaskan verður full. Lýsið gegnum flöskuna. Hvað sjáið þið nú? Niðurstaða • Hvað gerðist og hvers vegna? • Teiknið skýringarmynd og reynið að útskýra út frá eðlisfræði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=