Verklegar æfingar í náttúrufræði
45 Bylgjur – ljós Kennarasíða – Galdrar, Vatnslinsa, Feluleikur Markmið Nemandi á að: • gera sér grein fyrir að til þess að hlutir sjáist verður ljós að berast frá þeim. Ábendingar Tilgangurinn er að nemendur átti sig á að: • ljósgeislar breyta um stefnu þegar þeir fara úr einu efni í annað. • ljósgeislar brotna vegna þess að hraði ljóss er mismunandi eftir efnum. • ljósið fer hraðar í lofti en vatni og hraðar í vatni en gleri. • ljósbrot veldur því að hlutur í vatni virðist vera annars staðar en hann er í raun og veru. Í tilrauninni Galdrar birtist peningurinn þegar vatnið er komið í ákveðna hæð í fatinu. Í tilrauninni Feluleikur hverfur peningurinn, sem settur var undir glasið, þegar vatni er hellt í glasið og horft er í gegnum hliðarflöt. Engin breyting verður þegar horft er lóðrétt niður í gegnum glasið. Í sumum tívolíum er boðið upp á vinning ef maður getur látið smámynt hafna í skál á botni fiskabúrs. Hvernig stendur á því að erfitt er að veiða hornsíli þó að maður sjái þau í tjörnum? Ljósbrot: Stefnubreyting sem ljósgeisli tekur þegar hann fer úr einu efni í annað. Ljósbrot stafar af því að ljós fer mishratt í mismunandi efnum. (Orka bls. 165 ) Í andrúmslofti fer ljós með 300.000 km hraða á sekúndu, en í vatni minnkar hraðinn í hér um bil 225.000 km á sekúndu. Gler hægir á ljósinu um þriðjung og demantar enn þá meira. Ljósgeisli brotnar ef hann fellur ekki hornrétt á skilflöt tveggja efna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=