Verklegar æfingar í náttúrufræði

44 Bylgjur – ljós Feluleikur Efni og áhöld Tvö gegnsæ glös án mynsturs (eða eitt glas með flötum þykkum botni), tveir 10 krónu peningar, vatn. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og skráið hjá ykkur það sem þið haldið að gerist. Framkvæmd • Stillið glösunum upp hlið við hlið. Látið annan 10 krónu peninginn undir annað glasið og hinn 10 krónu peninginn ofan í hitt glasið. (Ef þið eruð aðeins með eitt glas látið annan peninginn undir glasið og hinn ofan í það.) • Horfið á glösin frá hlið þannig að þið sjáið báða peningana í gegnum hliðarfleti glasanna. • Hellið vatni rólega í bæði glösin (eða glasið með slétta botninum) og fylgist vel með því sem gerist. Niðurstaða • Hvað gerðist og hvers vegna? • Útskýrið út frá eðlisfræði. • Teiknið skýringarmynd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=