Verklegar æfingar í náttúrufræði

43 Bylgjur – ljós Vatnslinsa Efni og áhöld Glas/krukka/plastflaska með sléttu yfirborði, ílát með vatni. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og skráið hjá ykkur það sem þið haldið að gerist. Framkvæmd • Haldið útréttum fingri fyrir aftan glasið. Hæfileg byrjunarfjarlægð milli glass og fingurs er þvermál glassins. Einn nemandi heldur fingrinum þarna. • Fyllið glasið rólega með vatni og hinir nemendurnir í hópnum horfa allan tímann á fingurinn. • Breytið fjarlægð milli glass og fingurs og skoðið áhrif á myndina. • Skiptið um hlutverk. Niðurstaða • Hvað gerðist og hvers vegna? • Berið saman við áhrif stækkunarglers. • Útskýrið út frá eðlisfræði. • Teiknið skýringarmynd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=