Verklegar æfingar í náttúrufræði

42 Bylgjur – ljós Galdrar Efni og áhöld 10 króna peningur, ógegnsæ skál eða fat, kanna með vatni. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og skráið hjá ykkur það sem þið haldið að gerist. Framkvæmd • Setjið tóma skálina á borð og leggið 10 króna peninginn á botninn. • Horfið á peninginn á meðan þið gangið rólega aftur á bak þangað til hann hverfur á bak við brún skálarinnar. Stoppið þar. • Standið kyrr á sama stað og horfið á þann stað sem peningurinn var. • Biðjið einhvern að hella vatni varlega í skálina. Niðurstaða • Hvað gerðist? • Hvers vegna? • Teiknið skýringarmynd og reynið að útskýra út frá eðlisfræði. Bylgjur – ljós

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=