Verklegar æfingar í náttúrufræði

41 Bylgjur og rafmagn Kennarasíða – Núningur með silkiklút og skinnpjötlu Markmið Nemandi á að: • gera sér grein fyrir áhrifum andstæðra rafhleðslna. Ábendingar Tilgangurinn er að nemendur: • geri tilraunir sem sýna að hlutir geta haft tvenns konar rafhleðslu. • ræði um hvað er líkt og ólíkt með rafhlöðnum hlutum og seglum. Kennari getur dreift korkbútum á myndvarpann án þess að nemendur sjái og greitt sér síðan. Kveikt á myndvarpanum og lagt greiðuna á hann. Þá hoppa korkbútarnir um allt. Óhlaðið efni inniheldur jafnmargar róteindir (jákvætt hlaðnar) og rafeindir (neikvætt hlaðnar). Við núning milli tveggja hluta getur þetta breyst. Þá flytjast rafeindir úr öðrum hlutnum yfir í hinn. Sá hluturinn sem tekur við rafeindum er sagður neikvætt hlaðinn. Hlaðið efni getur skautað óhlaðið efni með því að hrekja samkynja hleðslur lengra frá en draga til sín ósamkynja hleðslur. Þannig verður til aðdráttarkraftur milli hlutanna. Svipað gerist þegar segull skautar annars ósegulmagnað efni og dregur það til sín. Hlutir með ólíka hleðslu dragast alltaf saman. Þetta sama gerist með segla, N og S (rautt og blátt) dragast að hvort öðru.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=