Verklegar æfingar í náttúrufræði

40 Bylgjur og rafmagn Núningur með silkiklút og skinnpjötlu Efni og áhöld Litlir korkbitar, hafragrjón eða fíngert morgunkorn af einhverju tagi, pappírssnifsi, plastgreiða, glerrör, silkiklútur, skinnpjatla. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd vel yfir. Hvað haldið þið að gerist? Framkvæmd • Setjið kornið, korkbitana og pappírssnifsin í þrjár aðskildar hrúgur á borðinu. • Nuddið plastgreiðuna með skinnpjötlunni. Berið greiðuna svo að korkbitunum, pappírssnifsunum og korninu án þess að snerta. • Nuddið glerrörið með silkiklútnum. Berið það að hrúgunum þremur. • Prófið núna að nudda glerrörið með skinnpjötlunni og greiðuna með silkiklútnum. • Lýsið framkvæmd. Niðurstaða • Hvað gerðist og hvers vegna? • Teiknið mynd og útskýrið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=