Verklegar æfingar í náttúrufræði
38 Bylgjur og rafmagn Salt og pipar Efni og áhöld Salt, pipar, hvítt blað, plastskeið/reglustika, gæra, ullarklútur. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd vel yfir. Hvað haldið þið að gerist? Framkvæmd • Blandið salti og pipar saman. • Stráið blöndunni á blað. • Nuddið plastskeið/reglustiku með gæru eða ullarklút. • Berið skeiðina/reglustikuna að blöndunni. Athugið að skeiðin snerti blönduna alls ekki. • Lýsið framkvæmd. Niðurstaða Teiknið mynd og útskýrið hvað gerðist. Vatnsbuna Efni og áhöld Kalt rennandi vatn, plastskeið/reglustika, gæra, ullarklútur. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd vel yfir. Hvað haldið þið að gerist? Framkvæmd • Skrúfið frá kalda vatninu og látið renna í mjórri bunu. • Nuddið plastskeið/reglustiku með gæru eða ullarklút. • Berið skeiðina að bununni. Passið ykkur að bleyta hana alls ekki. • Lýsið framkvæmd. Niðurstaða • Teiknið mynd og útskýrið hvað gerðist.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=