Verklegar æfingar í náttúrufræði

37 Bylgjur og rafmagn Kennarasíða – Rafsegull Markmið Nemandi á að: • kynnast seglum og geta nefnt dæmi um segulmögnuð efni í daglegu lífi. Ábendingar Tilgangurinn er að nemendur: • framkvæmi tilraunir þar sem segull er búinn til með rafstraumi. Ef vírnum er vafið þétt og jafnt á boltann er auðveldara að fylgjast með fjölda vafning- anna. Nokkur hundruð vafningar er hæfilegt fyrir 1,5 til 4,5V rafhlöður. Straumnotkunin minnkar með fleiri vafningum, svo rafhlaðan endist lengur. Fyrir 300 vafninga á 10 mm bolta þarf u.þ.b. 12 m af 0,5 mm vír. Ráðlegt er að setja rofa í rásina til að auðveldara sé að rjúfa strauminn til að hlífa rafhlöðunni. Ef vafningarnir eru fáir setur rafsegullinn mikið álag á rafhlöðurnar og tæmir þær fljótt. Rafseglar eru í ýmsum hlutum sem við notum daglega, t.d. rafmótorum og dyrabjöllum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=