Verklegar æfingar í náttúrufræði
36 Bylgjur og rafmagn Rafsegull Efni og áhöld Skrúfbolti u.þ.b. 5 cm langur (8 til 12 mm í þvermál), 2 skinnur og ein ró á skrúfboltann, 2–3 rafhlöður 4,5V, lakkeinangraður vír (hæfilegt þvermál 0,5 mm), 2 tengivírar með krókódílaklemmum, litlir naglar og bréfaklemmur. Fíngerður sandpappír eða stálull, vírklippur, límband. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd vel yfir. Hvað haldið þið að gerist þegar þið berið rafsegulinn að nöglunum/bréfaklemmunum? En þegar þið aftengið hann? Framkvæmd • Komið skinnunum fyrir á skrúfboltanum og skrúfið róna á svo hún verði slétt við endann. Færið aðra skinnuna að skrúfuhausnum og hina að rónni. • Þekið gengjurnar milli skinnanna með límbandi til að jafna undirlagið fyrir vafningana og halda skinnunum föstum. • Vefjið fast nokkur lög af lakkeinangraða vírnum um boltann milli skinnanna en látið 30 cm af vír standa út af þegar þið byrjið vafninginn . Best er að vinna tveir og tveir saman við að vefja vírinn, þannig að annar haldi vírnum strekktum á meðan hinn snýr boltanum eins og sýnt er á myndinni. Hæfilegur fjöldi vafninga er 200 til 300. Rafhlaðan endist skemur ef vafningunum er fækkað. • Þegar búið er að vefja hæfilega mörg lög er vírinn klipptur þannig að 30 cm laus endi standi eftir. Látið vírendana vísa nokkurn veginn í sömu átt. Festið vafningana með því að vefja límbandi yfir þá. • Hreinsið lakkeinangrunina af vírendunum með sand- pappír. Raðtengið tvær stórar rafhlöður (jákvætt skaut á annarri rafhlöðunni tengist í neikvætt skaut á hinni) og festið vírendana við sitt hvort lausa skautið til þess að loka straumrásinni. Nú hafið þið búið til rafsegul . • Berið rafsegulinn að litlu nöglunum og bréfaklemmun- um. • Aftengið nú annan vírinn og sjáið hvað gerist. Prófið núna að lyfta nöglum/bréfaklemmum upp með rafseglinum. • Lýsið framkvæmd. Niðurstaða • Teiknið mynd og útskýrið hvað gerðist og hvernig ykkur gekk.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=