Verklegar æfingar í náttúrufræði
34 Bylgjur og rafmagn Tilraunir með segla Seglar og járnsvarf Efni og áhöld Stangarsegull, járnsvarf, hvítur pappír. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og setjið fram tilgátu um hvernig járnsvarfið muni hegða sér. Framkvæmd • Setjið stangarsegul undir pappírinn og dreifið járnsvarfi varlega yfir allan pappírinn. Niðurstaða • Teiknið mynd. • Útskýrið hvað gerðist. Tveir seglar Efni og áhöld Tveir stangarseglar. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd vel yfir. Hvað haldið þið að gerist? Framkvæmd • Haldið tveimur stangarseglum hvorum á móti öðrum. Færið þá saman. • Snúið öðrum seglinum við og færið þá síðan aftur saman. Niðurstaða • Teiknið mynd af seglunum í lit eða með merkingum á N- og S-skautum. • Útskýrið hvað gerðist.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=