Verklegar æfingar í náttúrufræði
31 Bylgjur og rafmagn Kennarasíða – Hliðtenging í rafrás Markmið Nemandi á að: • kynnast rafstraumi í einföldum rásum og flutningi raforku. Ábendingar Tilgangurinn er að nemendur: • vinni með rafhlöður, ljósaperur, tengivíra og rofa til að komast að niðurstöðu um hvað þarf til að rafstraumur geti farið um rafrás. • geri sér grein fyrir mismun á raðtengingu og hliðtengingu. Hliðtenging kallar á meiri straum frá aflgjafa en raðtenging en getur nýtt minni spennu. Hliðtenging er ekki eins viðkvæm fyrir bilun í álagseiningu og raðtenging. Þó ein peran bili breytir það engu fyrir hinar. • geri sér grein fyrir að hliðtenging er notuð í ljósum í venjulegu húsnæði.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=