Verklegar æfingar í náttúrufræði

30 Bylgjur og rafmagn Hliðtenging í rafrás Efni og áhöld 3 perur, 3 perustæði, rafhlaða 4,5V, tengivírar með krókódílaklemmum. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og setjið fram tilgátu um hvað þið haldið að muni gerast þegar pera er losuð úr stæði. Framkvæmd • Tengið þrjú perustæði saman með tengivírum eins og myndin sýnir. Ljósaperurnar eru sagðar vera hliðtengdar . • Tengið hliðtengdu ljósaperurnar við eina rafhlöðu. Hvað gerist? • Skrúfið eina peru úr. Hvað gerist og hvers vegna? • Lýsið framkvæmdinni. • Hvar eru notaðar hliðtengdar ljósaperur? Niðurstaða • Teiknið skýringarmynd af uppsetningu. • Lýsið hvað gerðist.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=