Verklegar æfingar í náttúrufræði

29 Bylgjur og rafmagn Kennarasíða – Raðtenging í rafrás Markmið Nemandi á að: • kynnast rafstraumi í einföldum rásum og flutningi raforku. Ábendingar Tilgangurinn er að nemendur: • vinni með rafhlöður, ljósaperur, tengivíra og rofa til að komast að niðurstöðu um hvað þarf til að rafstraumur geti farið um rafrás. • geri sér grein fyrir mismun á raðtengingu og hliðtengingu. Raðtenging kallar á hærri spennu frá aflgjafa en hliðtenging en notar á móti minni rafstraum. Raðtengingin er viðkvæmari fyrir bilun en hliðtenging. Ef ein peran bilar slökknar á öllum hinum. • þekki eða geti nefnt eitthvað sem er raðtengt? Jólaseríur eru t.d. oft að hluta til eða alveg raðtengdar. Algengast er að litlar ljósaperur séu gerðar fyrir 6V spennu. Með 1,5V spennu fæst lítil týra á perurnar en þær þola 4 raðtengdar 1,5V rafhlöður. Athugið að fyrir uppstillingu með 3 raðtengdar perur þarf a.m.k. 3 raðtengdar 1,5V rafhlöður eða eina flata rafhlöðu sem er 4,5V. Spennufall yfir 3 perur má fara upp í 18V.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=