Verklegar æfingar í náttúrufræði

28 Bylgjur og rafmagn Raðtenging í rafrás Efni og áhöld 3 perur, 3 perustæði, 2 rafhlöður 4,5V, tengivírar með krókódílaklemmum. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og setjið fram tilgátu um hvað þið haldið að muni gerast við hverja breytingu á rásinni. Framkvæmd • Skrúfið perur í perustæðin og tengið eitt perustæðið milli skauta rafhlöðu. • Tengið perustæðin tvö sem eftir eru saman með vír, og tengið ytri endana á peru- stæðaröðinni við skaut annarrar rafhlöðu. Perurnar eru nú sagðar vera raðtengdar . • Berið ljósstyrkinn frá perunum í þessum tveimur rásum saman. • Aftengið báðar rafhlöðurnar og myndið röð af þremur perustæðum. Tengið skaut rafhlöðu við sitt hvorn enda á röðinni. Hvernig er ljósstyrkurinn nú í samanburði við fyrri tilfelli? • Fjarlægið peru úr einhverju perustæði í röðinni. Hvað gerist? • Skrúfið peruna í aftur og losið vír af öðru skauti rafhlöðunnar. Bætið annarri rafhlöðu inn í opið í rásinni, þannig að jákvætt skaut á annarri rafhlöðunni tengist við neikvætt skaut á hinni. Nú eru rafhlöðurnar tvær raðtengdar og heildarspennan orðin 9V. • Hvar eru notaðar raðtengdar ljósaperur? Niðurstaða • Teiknið skýringarmynd af uppsetningu. • Lýsið hvað gerðist. Bylgjur og rafmagn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=