Verklegar æfingar í náttúrufræði

Orka og orkuform 27 Kennarasíða – Krap Markmið Nemandi á að: • öðlast skilning á hugtökunum varmi og hitastig og geta tengt þau við daglegt líf. • skilja hvernig mismunandi varmaleiðni efna á sér stað í daglegu lífi. • þekkja þá orkugjafa sem mest eru notaðir á Íslandi. Ábendingar Tilgangurinn er að nemendur átti sig á að: • frostmark saltlausnar er lægra en vatns. Saltlausnin getur því verið í vökvaformi þó hitastigið sé langt undir frostmarki vatns. • hamskiptin fast efni í vökva eru varmakræf. Það kostar varmaorku að breyta föstu efni í vökva. Þetta á bæði við ísinn og saltið. • saltlausnin sem myndast verður til við hitastig sem er lægra en hitastig íssins og má því nota til að frysta ósaltan vökva (safann). Fyrir daga frystikistunnar var þessi aðferð notuð til að búa til matarís. • þegar salti er stráð á ísilagða vegi leysir saltið ísinn upp og myndar saltpækil sem í byrjun er kaldari en ísinn en er þó fljótandi. Sýnitilraun Tilraunin hentar sem sýnitilraun. Gæta þarf að því að ræða vel niðurstöður út frá markmiðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=