Verklegar æfingar í náttúrufræði

Orka og orkuform 25 Kennarasíða – Einangrun Markmið Nemandi á að: • öðlast skilning á hugtökunum varmi og hitastig og geta tengt þau við daglegt líf. • skilja hvernig mismunandi varmaleiðni efna á sér stað í daglegu lífi. • þekkja þá orkugjafa sem mest eru notaðir á Íslandi. Ábendingar Tilgangurinn er að nemendur átti sig á að: • varmi (varmaorka) leitar frá heitum stað til kaldari. • hitastig hlutar hækkar með hækkandi varmainnihaldi hans. • varmaflutningur gerist með varmaleiðni, iðustraumum (í lofti og vökvum) og geislun. • kyrrstætt loft er slakur varmaleiðari og þar með góð hitaeinangrun. • gæsahúð er viðleitni líkamans til að mynda einangrandi kyrrstætt loftlag næst húð- inni. Uppreist líkamshárin minnka loftstrauma við húðina. Flest góð einangrunarefni innihalda mikið kyrrstætt loft. Ýmist eru þetta lokaðar loft- bólur (einangrunarplast) eða efnið er byggt upp af þráðum sem takmarka loftstrauma (ullarfatnaður, flíspeysur, steinull). Málmar eru góðir hitaleiðarar og þá að sama skapi lélegir hitaeinangrarar. Vatnið í krukkunum með handklæðinu eða treflinum og lauslegu pappírspökkuninni ætti að halda varmanum lengst því handklæðið, trefillinn og lausa blaðapökkunin takmarka loftstrauma í grennd við krukkurnar best. Tenging við daglegt líf Þegar kalt er úti streymir varmi frá húsum okkar út í umhverfið. Mestur hluti varmans (hitans) sleppur út um glugga, dyr eða þak. Í tvöföldu gleri í gluggum er loftlag á milli glerjanna. Það aðskilur heita loftið inni og kalda loftið úti og myndar einangrandi lag. Í íbúðarhúsum eru einnig sett einangrandi lög í veggi, loft og utan um rör til að minnka varmatap. Sýnitilraun Það er upplagt að nota þessa tilraun sem sýnitilraun. Kennari stýrir þá umræðum í upp- hafi og leitar eftir svörum frá nemendum um hvað þeir haldi að muni gerast og af hverju. Í lok tilraunar þarf að ræða hvaða gagn við höfum af svona tilraunum og koma þannig inn á tengingu við daglegt líf og einangrun í húsum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=