Verklegar æfingar í náttúrufræði

Orka og orkuform 24 Einangrun Efni og áhöld Fjórar krukkur með loki, heitt vatn (hitað eða úr krana), dagblöð, teygjur, handklæði eða trefill, hitamælir, kassi. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og skráið niður hvað þið haldið að gerist. Hvaða krukka heldur best hita á vatni og hver síst? Framkvæmd • Fjarlægið lokin af krukkunum fjórum og pakkið þeim inn á 4 mismunandi vegu. • Ein krukka fer ofan í kassa og krumpuð dagblöð sett í kringum krukkuna ofan í kassann. • Önnur krukka er vafin inn í þunnt lag af dagblöðum og blöðunum haldið með teygjum utan um krukkuna. • Þriðju krukkunni er pakkað lauslega inn í handklæði eða trefil. • Fjórða krukkan er látin vera óinnpökkuð til samanburðar. • Fyllið hverja krukku með mjög heitu vatni. Mælið hitastig vatns í hverri krukku og skrúfið lokin á. • Setjið krukkurnar í kalt herbergi eða við opinn glugga í u.þ.b. eina klukkustund. • Mælið þá hitastig vatnsins í krukkunum. Niðurstaða • Teiknið myndir af því sem þið gerðuð og útskýrið. • Í hvaða krukku er vatnið heitast? • En kaldast? Gætið ykkar á heita vatninu úr krananum. Það getur orðið mjög heitt! Orka og orkuform

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=