Verklegar æfingar í náttúrufræði

21 Eðlisfræðilegar útskýringar og hugtök Ónotuð rafhlaða sem merkt er með spennunni 1,5V ætti að mælast svolítið hærri, kannski 1,60V. Þegar spenna hennar mælist undir 1,50V er hún að verða uppurin og á að fara í förgun. Viðnám í heilli tengileiðslu mælist gjarna tæplega 1Ω. Mælist viðnámið verulega hærra eða mæligildið er óstöðugt er leiðslan gölluð og þarfnast viðgerðar. Viðnám í álagseiningum; ljósaperu, bjöllu eða rafmótor ætti að mælast á bilinu 3 til 100Ω. Lægri gildi benda til skammhlaups og hærri gildi benda til að vírinn geti verið slitinn. Tengið aldrei viðnámsmæli yfir virkan spennugjafa! Ódýrustu mælar eru ekki varðir fyrir mistökum af þessu tagi og gætu skemmst. Spennumæling rafhlöðu. Mælir- inn er stilltur á kvarðann 2V, sem ræður við spennu allt að 2V. Glugginn sýnir töluna 1,612 svo rafhlaðan gefur spennuna 1,612V. Viðnámsmæling tengivírs. Mælirinn er stilltur á kvarðann 200Ω. Mæligildið 00,9 er því lesið sem 0,9Ω og vírinn telst í lagi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=