Verklegar æfingar í náttúrufræði

20 Eðlisfræðilegar útskýringar og hugtök þar sem stærðin R er kennistærð fyrir leiðarann, íhlutinn eða rafrásina í heild, sem kallast viðnám. Mælieining viðnáms kallast ohm (Ω). Fyrir fasta spennu fæst hár straumur ef viðnámið er lítið og lítill straumur ef viðnámið er stórt. Bilanaleit Vinnu við rafrásir fylgir óhjákvæmilega bilanaleit. Ef rásin virkar ekki eins og til er ætlast er hún annaðhvort rangt tengd saman eða einhver íhluturinn er bilaður. Til að ganga úr skugga um fyrra atriðið er réttast að vinna alltaf eftir teikningu. Teikningar geta verið hvort heldur útlitsteikningar eða táknmálsteikningar, þar sem hver íhlutur hefur sitt tákn. Rafrásin myndar alltaf lokaðan feril svo rekja má sig eftir leiðslum frá öðrum enda spennugjafa þar til komið er að hinum endanum og bera staðsetningu og tengingu íhlutanna við teikninguna á leiðinni. Til þess að finna bilun í íhlut er fljótlegast og öruggast að nota fjölmæli. Fjölmælinn má stilla til að mæla ýmist spennu, straum eða viðnám. Hér fjöllum við bara um spennumælingu og viðnámsmælingu. Stilliskífan er stillt á viðeigandi mælihátt og kvarða. Mælirinn er tengdur yfir íhlutinn eins og myndin sýnir. Tengt er í sitt hvorn enda íhlutarins. Önnur leiðslan fer í inntak á mælinum sem merkt er „Com“ (e. common, sameiginlegt fyrir alla mælihætti) og hin í inntak sem merkt er VΩ. Mælisviðin hlaupa á tugum t.d. 200mV, 2V, 20V, o.s.frv. Mælirinn bregst við merki sem er stærra en kvarðinn segir til um með því að sýna „1-“, og þarf þá að skipta yfir á grófari mælikvarða. Einingin er ekki alltaf sýnd í glugganum en stjórnast af kvarðanum sem stilliskífan er stillt á.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=