Verklegar æfingar í náttúrufræði
14 4. Námsmat 4. Námsmat Námsmat er órjúfanlegur þáttur í námi og kennslu. Það veitir upplýsingar um stöðu nem- enda og árangur þeirra en nýtist einnig kennurum við skipulag og kennslu. Matsaðferðir skulu endurspegla áherslur og markmið í kennslu og taka mið af nemendahópnum. Mikil- vægt er að meta alla þætti námsins, þekkingu, leikni og hæfni með hliðsjón af hæfnivið- miðum. Nýjar áherslur í aðalnámskrá 2013 um að nemendur eigi að vera meðvitaðir um eigið nám og virkir þátttakendur í skólastarfinu setur leiðsagnarmat í öndvegi. Þá skiptir miklu máli að nemendum sé vel ljóst hvaða viðmið eru lögð til grundvallar í matinu og að hverju beri að stefna. ( fsk. 7.1 ) Í verklegu námi, tilraunum og hópstarfi, eins og hér er fjallað um, er mikilvægt að haga námsmati í samræmi við skipulag námsins. Nemendur þurfa að skynja verklag og viðfangs- efni sem samstæða heild. Því er eðlilegt að nota fjölbreyttar aðferðir og styðjast jöfnum höndum við verklegar, skriflegar og munnlegar úrlausnir nemenda. Sjálfsmat og jafningjamat er einnig sjálfsagður þáttur í leiðsagnarmati þar sem framlag ein- staklinga og hópa er oft sýnilegra við verklegar æfingar og umræður en í hefðbundnu bók- námi. Kennari þarf í byrjun að aðstoða nemendur við raunhæft sjálfsmat sem hjálpar þeim að þekkja styrkleika sína og veikleika og byggja upp þekkingu sína og leikni. Aðalatriðið er alltaf að mat og endurgjöf stuðli að bættum vinnubrögðum og frekara námi. Dæmi um námsmat sem hægt er að nota við mismunandi verkefni • Leiðsagnarmat . Nemendur velta reglulega fyrir sér með kennurum sínum hvar þeir standa og hvert skal stefna. Á meðan á hópavinnu stendur gengur kennari á milli hópa, hlustar á samræður nemenda og tekur þátt ef svo ber undir. Þarna gefst tækifæri til að athuga hvort nemendur eru á réttri leið og hvort allir eru virkir þátttakendur. Geta nemendur farið eftir leiðbeiningum? Gefast þeir upp ef illa gengur? Ganga þeir frá eftir sig? Kennari fylgist með vinnuferlinu, skráir og gefur umsagnir. ( fsk. 11 ) • Verklegt próf . Í tilraun er t.d. hægt að meta verklag og skilning en einnig samvinnu og frumkvæði einstaklinga og hópa. ( fsk. 11 ) • Munnlegt próf . Eftir málstofu, fyrirlestur eða annars konar verkefnaskil sitja nemendur fyrir svörum. Þannig er hægt að meta þekkingu og skilning en einnig viðhorf, áhuga og sköpun. Hér er einnig tækifæri til að athuga hvort aðrir í bekknum hlusta og taka þátt í umræðum eftir kynningar. • Hugtaka- eða tengslakort . Hægt er að bæta í hugtakakort sem nemendur hafa gert í upphafi verkefnisins eða búa til nýtt þar sem þeir geta sýnt tengsl milli mismunandi hugtaka. Með þessu móti sést hvort nemendur hafi aukið við þekkingu sína og skiln- ing. ( fsk. 3 og fsk. 3.1 ) • Skriflegt próf . Þekking og skilningur metinn. Áhersla er lögð á að finna út hvað nem- andi kann fremur en hvað hann kann ekki. ( fsk. 7 og fsk. 9 ) • Sjálfsmat . Hver nemandi metur sjálfan sig, bæði sem einstakling og sem hluta af hópi. Nemendum þurfa að vera ljós viðmið matsins fyrir fram og vita til hvers er ætlast af þeim. ( fsk. 7 og fsk. 7.1 )
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=