Verklegar æfingar í náttúrufræði

153 Fylgiskjal 10 Dæmi um verklegt próf – Tilraun dagsetning __________ Efni og áhöld Glær glerkrukka eða glas, jurtaolía, borðsalt, vatn, matarlitur, dropateljari, desilítramál. Tilgáta Lesið vel lýsingu á framkvæmd áður en þið byrjið. • Hver er rannsóknarspurningin? • Gerið tilgátu Framkvæmd • Hellið vatni í krukkuna þannig að vatnshæðin verði u.þ.b. 8 cm. • Hellið u.þ.b. 75 ml af jurtaolíu í krukkuna. • Látið krukkuna standa kyrra í smá stund og fylgist með. Hvað gerist? • Látið einn dropa af matarlit detta ofan í krukkuna. Hvað verður um hann? • Stráið salti yfir olíuna meðan þið teljið hægt upp að fimm. Bíðið nokkrar mínútur. Hvað gerist? • Bætið dálitlu salti við. Hvað gerist? Niðurstaða • Lýsið því sem gerðist. Hvað varð um olíuna, matarlitinn og saltið? • Skráið niðurstöður, útskýrið það sem gerðist, tengið við daglegt líf og teiknið skýringamynd Hvað gæti þessi tilraun heitið? Skipuleg uppsetning og frágangur skipta máli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=