Verklegar æfingar í náttúrufræði

152 Fylgiskjal 9 Prófspurningar – dæmi Kannað er: • hvort tilraunavinna hefur aukið skilning á viðfangsefninu • hvort nemendur geti yfirfært það sem þeir gera í skólanum yfir á raunveruleikann utan skólans • hvort nemendur geti nýtt sér þau „vísindalegu“ vinnubrögð sem þeir hafa verið að þjálfa 1. Í einni af tilraununum sem þið gerðuð sökk leirkúla þegar hún var sett í vatn en flaut þegar hún var flött út. Hvers vegna? Nefnið dæmi um hvernig þessi þekking getur komið að notum þegar menn þurfa að ganga í miklum snjó. 2. Ein tilraunin ykkar gekk út á að vinna með skábrautir. Hver var niðurstaðan úr þessari tilraun? Hvers vegna eru settar skábrautir fyrir fatlaða við tröppur og gangstéttir? Útskýrið út frá eðlisfræðinni. 3. Jón og Gunna voru ekki sammála um það hvort þau gætu sparkað bolta lengra á mal- bikuðum skólavellinum eða á grasvell. Þau ákváðu því að gera tilraun til að skera úr um málið. Hjálpið þeim að skipuleggja tilraun sem getur útkljáð deiluna. Lýsið nákvæmlega framkvæmd og vinnubrögðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=