Verklegar æfingar í náttúrufræði

13 3. Verklegar æfingar í náttúrufræði Niðurstöður er hægt að setja fram á ýmsa vegu og stundum þarf að benda nemendum á að nota mismunandi framsetningu (t.d. töflur eða gröf). Einnig þarf að þjálfa nemendur í að skrifa stuttan og hnitmiðaðan texta og gera þeim grein fyrir gildi skýringarmynda í út- skýringum. Þegar nemendur geta túlkað niðurstöður og sagt frá án þess að lesa upp af blaði er líklegt að þeir hafi öðlast skilning á tungumáli náttúrufræðinnar. Við verkefnaskil reyna nemendur að útskýra niðurstöður sínar, nota til þess rétt hugtök og styðjast þá gjarnan við kennslubók eða annan upplýsingamiðil. Þarna fá nemendur færi á að skýra athuganir sínar með eigin orðum og byggja upp orðaforða sinn í náttúrufræðum sem getur oft og tíðum verið ólíkur því sem þeir eiga að venjast í daglegu máli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=