Verklegar æfingar í náttúrufræði

146 Fylgiskjal 4 Skýrslugerð – leiðbeiningar til nemenda Áður en þú skrifar skýrslu um tilraun þarftu að hugleiða hvað á að skrifa. Gott getur verið að rifja upp markmið tilraunarinnar og ákveða hvernig þú ætlar að kynna niðurstöðurnar. Skýrslan er bæði fyrir þig og viðtakendur, t.d. kennara og bekkjarfélaga. Skráning á framkvæmd Tilgangurinn með því að skrifa niður allt ferlið í tilrauninni er margþættur. • Skráning eykur líkurnar á því að unnið sé skipulega. • Ef einhver mistök verða er auðveldara að finna út hvar farið var út af sporinu. • Ef einhver annar vill endurtaka tilraunina til að athuga hvort hann fær sömu niðurstöðu er nauðsynlegt að viðkomandi geti gert tilraunina alveg eins til að niðurstaðan verði marktæk. Tilgáta sett fram Þegar tilgáta er sett fram er verið að giska á hver niðurstaða tilraunarinnar verður. Það er verið að reyna að svara rannsóknarspurningunni. Þess vegna er nauðsynlegt að lesa vel lýsingu á framkvæmd tilraunarinnar og rifja upp það sem maður veit um efnið til að til- gátan verði skynsamleg. Niðurstöður Þegar niðurstöður eru settar fram er hægt að gera það á mismunandi hátt og skiptir þá máli hvernig þær verða sem skýrastar. Ritað mál Töflur og mismunandi gröf Teikningar, ljósmyndir eða hreyfimyndir Stundum kynnir maður niðurstöðurnar munnlega og þá þarf að hafa í huga hverjir áheyrendur eru.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=