Verklegar æfingar í náttúrufræði

143 Fylgiskjal 2 Hugmyndir nemenda Bráðnun eða leysni? Þessir krakkar eru að tala um bráðnun og leysni. Þeir eru að reyna að komast að því hvort bráðnun og leysni sé það sama. • Ert þú sammála eða ósammála þeim? • Ræddu fullyrðingar krakkanna við félaga þína og reynið að komast að niðurstöðu um hvað er rétt. Ég held að bráðnun og leysni sé ekki það sama. Maður þarf bæði fast efni og vökva til að efni leysist upp. Við bráðnun þarf bara eitt efni, maður verður bara að hita það. Ég held að bráðnun og leysni sé ekki það sama. Maður verður að hita efni til að þau bráðni. Efni geta leyst upp í köldu vatni. Bráðnun er það sama og leysni. Bæði orðin þýða að föst efni verða að vökva. Maður verður að hafa fast efni og vökva til að leysni eigi sér stað. Það þarf ekkert að blandast saman við bráðnun. Þetta er ólíkt. Þegar salt leysist upp í vatni fer það út um allt. Þegar fast efni bráðnar fer það út um allt. Ég held að bráðnun og leysni sé það sama.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=