Verklegar æfingar í náttúrufræði

141 Kraftur og hreyfing Kennarasíða – Hraðamælingar Markmið Nemandi á að: • átta sig á hugtökunum vegalengd, tími og hraði. Ábendingar fyrir kennara Tilgangurinn er að nemendur: • fái æfingu í að mæla vegalengd (fjarlægð milli staða í km, m eða cm). • fái æfingu í að mæla tíma (klukkustundir, mínútur, sekúndur). • átti sig á að hraði er vegalengd sem hlutur færist um í ákveðna stefnu á tilteknum tíma (ath. muninn á ferð og hraða skv. skilgreiningu). • átti sig á að hraði er mældur í km/klst, m/sek, o.s.frv. • sjái tilgang þess að skrá af nákvæmni. Ferð : Vegalengd sem hlutur færist um á tímaeiningu; hraði hlutar þegar ekki er tekið tillit til stefnu hans. Ferð = vegalengd : tíma. Hraði : Stærð sem segir bæði til um ferð hlutar og stefnu. Dæmi um töflu: Hlutur Tími Vegalengd Meðalhraði Leikfangabíll 1 Leikfangabíll 2 Leikfangabíll 3 Bolti 1 Bolti 2 Bolti 3 Bíll 1 Bíll 2 Bíll 3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=