Verklegar æfingar í náttúrufræði

140 Kraftur og hreyfing Hraðamælingar Efni og áhöld Fjöl (u.þ.b. 1 metri á lengd), skeiðklukka, reglustika, langt málband, leikfangabíll, bolti, skráningarblað. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og búið til skráningarblað eða töflu. Framkvæmd • Myndið skáflöt með því að halla fjölinni upp að einhverju (kassa, bókum). • Látið leikfangabílinn renna niður hallann þar til hann stansar. Takið tímann og mælið vegalengdina sem hann fór. Skráið í töfluna. • Endurtakið nokkrum sinnum og skráið. • Farið fram á gang eða út á skólalóð. • Rúllið bolta eftir sléttum fleti og bíðið þar til hann stoppar. Takið tímann og mælið vegalengdina. Skráið í töfluna. • Endurtakið og skráið. • Fáið leyfi hjá kennara til að fara að umferðargötu nálægt skólanum. • Mælið ákveðna vegalengd (t.d. 100 metrar) og merkið. Standið við báða enda brautar- innar. Fylgist með nokkrum bílum og mælið hversu lengi þeir eru að fara þessa vega- lengd. • Skráið í töfluna. Niðurstaða • Fyllið inn í töfluna. • Útskýrið tengslin milli vegalengdar, tíma og hraða í orðum og með skýringarmynd. • Hver var meðalhraðinn í hverjum lið fyrir sig? • Hvaða mælieiningar var best að nota? • Getið þið fundið aðferð til að mæla vindhraða? • Hvernig gætuð þið mælt straumhraða í á?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=