Verklegar æfingar í náttúrufræði

139 Kraftur og hreyfing Kennarasíða – Skáflötur Markmið Nemandi á að: • gera sér grein fyrir að vélar, svo sem tannhjól, gírar, öxlar og trissur, eru tæki sem hjálpa með því að margfalda krafta og að í þeim tapast alltaf orka. Ábendingar fyrir kennara Tilgangurinn er að nemendur: • átti sig á að tæki sem létta mönnum störf, og í daglegu tali eru kölluð áhöld eða verk- færi, eru í eðlisfræði kölluð vélar. • átti sig á að vélar létta mönnum vinnu vegna þess að þær breyta stærð eða stefnu þess krafts sem beitt er við vinnuna. • skilji hvernig skáflötur auðveldar flutning hluta milli hæða. • skilji að léttara er að flytja byrði upp lítinn halla en stærri. • skilji að auðveldara er að flytja hluti upp skáflöt þótt það sé lengri leið heldur en að lyfta henni lóðrétt. • kynnist mælieiningunni njúton. • fái æfingu í að nota gormvog. • sjái tilgang þess að skrá af nákvæmni. Skáborð : Einföld vél sem er hallandi flötur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=