Verklegar æfingar í náttúrufræði

138 Kraftur og hreyfing Skáflötur Efni og áhöld Gormvog, bandspotti, mælistika, meters löng fjöl, leikfangabíll með palli, misþung lóð. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd vel yfir og skráið það sem þið haldið að gerist. Framkvæmd • Myndið skáflöt með því að halla fjölinni upp að einhverju (kassa, bókum), mælið hæðina og skráið. • Bindið gormvogina við bílinn og dragið upp hallann, þannig að bandið sé samsíða fjölinni. Lesið af voginni og skráið. • Setjið lóð á pall bílsins og dragið hann aftur upp hallann. Lesið af voginni og skráið. • Setjið þyngra lóð á pallinn og endurtakið. Lesið af voginni og skráið. • Setjið nú meiri halla á fjölina og mælið hæðina. • Endurtakið tilraunina með misþungum lóðum. Niðurstaða • Hvað kom í ljós þegar hallinn var aukinn og tilraunin endurtekin? • Hvaða máli skiptir hallinn á fjölinni? • En þyngd lóðanna? • Útskýrið niðurstöðurnar. Teiknið skýringarmynd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=