Verklegar æfingar í náttúrufræði

12 3. Verklegar æfingar í náttúrufræði 3–4 nemendur. Stundum geta tvær og tvær stöðvar verið með hliðstæðum verkefnum og hóparnir fara þá á aðra hverja stöð. Hægt er að hafa nokkrar tilraunir sem taka stuttan tíma á sömu stöð ef svo ber undir. Ágætt getur verið að hafa skrá yfir allar til- raunirnar hangandi uppi þar sem nemendur merkja við að lokinni tilraun. Það auð- veldar kennara og nemendum að fylgjast með hvernig miðar. ( fsk. 6 ) • Allir nemendahópar framkvæma sömu tilraun á sama tíma sem krefst þess að nóg sé til af sams konar tækjum og efni. Umræða um tilraunina getur þá verið strax að henni lokinni. • Allir hópar framkvæma einungis eina tilraun en ekki þá sömu. Í lokin gerir hver hópur grein fyrir sinni tilraun og umræður fara fram strax á eftir. Niðurstöður er hægt setja á stór spjöld eða útbúa vef með góðum skýringarmyndum, ljósmyndum eða hreyfi- myndum af framgangi tilraunarinnar. Niðurstöður og útskýringar þurfa að vera ná- kvæmar svo allir skilji eðli tilraunarinnar þegar efnið er skoðað og umræður fara fram. • Bekkjartilraunir henta vel þegar tilraunir taka langan tíma. Þá setur kennarinn tilraun- ina af stað eða fær einhverja nemendur til að gera það. Allir skrá og síðan geta liðið klukkutímar eða dagar þar sem fylgst er með ferlinu. Þegar niðurstaða er fengin er hún skráð og síðan rædd. Tilraunir sem henta vel eru t.d. Einangrun, Egg, Blaðra og ger. Samantekt Þegar tilraunalotu lýkur er nauðsynlegt að hafa samantekt í bekknum t.d. með einhvers konar málstofuformi þar sem hver hópur gerir grein fyrir einni tilraun og situr síðan fyrir svörum. Þarna gefst tækifæri til að sjá til þess að rétt hugtök séu notuð, leiðrétta misskilning og draga saman aðalatriði. Með þessu móti er einnig hægt að tengja tilraunir við lesefni og setja í samhengi við daglegt líf. Hóparnir fá tækifæri til að bera niðurstöður sínar saman við aðra hópa ef einhverjir hafa unnið sömu tilraun. Í þessum hluta reynir mjög á hlutverk kennarans. Hann þarf að vera vakandi fyrir því að aðalatriðin skili sér og að allir séu virkir. Hugur og hönd Vert er að ítreka í lokin að verkleg vinna ein og sér er ekki trygging fyrir því að markvisst nám fari fram; hér verða hugur og hönd að fylgjast að. Nemendur þurfa að vera meðvitaðir um markmið verkefnisins, tilgang vinnunnar og tengja viðfangsefnið við eigin reynslu og þekk- ingu . Forsenda þess að árangur verði af verklegum æfingum er einnig að skýrar reglur séu um vinnubrögð, bæði um ferli og verkefnaskil. Tilraunir í hópum með skriflegum leiðbeiningum, skýrslugerð og munnlegum verkefna- skilum gefa nemendum góð tækifæri til að nota tungumál náttúrufræðinnar. Þeir þurfa oft að umorða leiðbeiningar til að komast að sameiginlegum skilningi á verkferlinu og rök- ræða tilgátur sínar. Smám saman verða þeim hugtök náttúrufræðinnar skýrari og tamari. Það getur verið gott að hafa lykilhugtökin sýnileg í stofunni meðan verið er að vinna með ákveðna þætti t.d. á hugtakakorti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=