Verklegar æfingar í náttúrufræði

137 Kraftur og hreyfing Kennarasíða – Skiptir yfirborðið máli? Markmið Nemandi á að: • þekkja að til eru ólíkar gerðir krafta, svo sem flotkraftur, lyftikraftur, segulkraftur, að- dráttarkraftur. Ábendingar fyrir kennara Tilgangurinn er að nemendur: • átti sig á að núningskraftur dregur úr hraða hlutar. • kynnist því að stærð viðnámskrafts sem verkar á hlut á hreyfingu ræðst af yfirborðseiginleikum bæði undirlags og hlutarins sjálfs. • kynnist mælieiningunni njúton. • fái æfingu í að mæla kraft með gormvog. • sjái tilgang þess að skrá af nákvæmni. Njúton : Eining SI-kerfisins fyrir kraft (tákn: N). Gormvog : Mælir kraft í njútonum. Þyngdarkrafturinn togar í hlut sem er hengdur í krók vogarinnar og teygir á gorminum. Lenging gormsins segir til um stærð kraftsins. Núningur : Kraftur sem verkar gegn hreyfingu hlutar miðað við undirlag.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=