Verklegar æfingar í náttúrufræði

136 Kraftur og hreyfing Skiptir yfirborðið máli? Efni og áhöld Þrjár fjalir, einn metri á lengd, með mismunandi yfirborðslagi (t.d. sléttu yfirborði, sand- pappír, bylgjupappa, teppi, o.s.frv.), trékubbur með krók, bandspotti, mælistika, gormvog, leikfangabílar. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd vel yfir og skráið það sem þið haldið að gerist. Framkvæmd • Leggið fjalirnar á gólfið. Setjið trékubbinn á eina fjölina og lyftið öðrum enda hennar varlega upp. • Hversu hátt þarf endinn að fara til að kubburinn renni niður fjölina? • Farið eins að með hinar fjalirnar. • Bindið gormvogina við trékubbinn og dragið hann eftir láréttum fjölunum. Lesið af voginni meðan kubburinn hreyfist og skráið. • Þekið allan neðri flöt kubbsins með pappír og festið með límbandi. Endurtakið liði 1 og 2. • Hafið annan enda fjalanna í 30 cm hæð. Látið bílana renna niður hallann. Mælið hversu langt þeir fara frá hverri fjöl. Skráið. Niðurstaða • Hvaða fjöl þarf að lyfta hæst? Af hverju? • Hvað kemur í ljós þegar trékubburinn er bundinn í gormvogina og dreginn eftir láréttum fjölunum? • Á hvaða spýtu fara bílarnir lengst þegar þær eru í 30 cm hæð? • Útskýrið niðurstöðurnar með hugtakinu núningskraftur. • Teiknið skýringarmynd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=