Verklegar æfingar í náttúrufræði

134 Kraftur og hreyfing Hvað er steinninn þungur? Efni og áhöld Steinn, vatn, mæliglas, gormvog (Njúton mælir) og venjuleg vog, band, bakki, plastfata. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmdina vel yfir og skráið það sem þið haldið að gerist. Framkvæmd • Bindið um steininn og hengið neðan í gormvogina. Lesið þyngdina af voginni (N). • Barmafyllið plastfötuna af vatni. Setjið tóman plastbakka undir fötuna. • Látið steininn síga varlega ofan í fötuna og lesið þyngdina aftur af gormvoginni. • Hellið vatninu sem flæddi upp úr fötunni í bakkann í mæliglasið. Mælið og skráið. • Hellið vatninu úr mæliglasinu í skál á voginni. Lesið af voginni hversu þungt það er og skráið. Endurtakið tilraunina. Niðurstaða • Hver var þyngd steinsins í lofti (N)? • Hver var þyngd steinsins í vatninu (N)? • Hvað var vatnið sem flæddi yfir barmana margir millilítrar? • Hver var þyngd vatnsins sem flæddi yfir barmana? • Hvaða tengsl eru milli þessara stærða? • Teiknið skýringarmynd. • Komust þið að sömu niðurstöðu þegar tilraunin var endurtekin?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=