Verklegar æfingar í náttúrufræði

133 Kraftur og hreyfing Kennarasíða – Verkfæri Markmið Nemandi á að: • gera sér grein fyrir að vélar, svo sem tannhjól, gírar, öxlar og trissur, eru tæki sem hjálpa með því að margfalda krafta og að í þeim tapast alltaf orka. Ábendingar fyrir kennara Tilgangurinn er að nemendur átti sig á að: • tæki sem létta mönnum vinnu og í daglegu tali eru kölluð áhöld eða verkfæri eru í eðlisfræði kölluð vélar . • vélar létta mönnum vinnu vegna þess að þær breyta stærð eða stefnu þess krafts sem beitt er við vinnuna. • skæri og klaufhamar eru vogarstangir. • stærri krafturinn verkar yfir styttri vegalengd en sá minni. Vél : Tæki sem auðveldar mönnum vinnu; breytir stærð krafts eða stefnu hans. Vogarás : Fastur punktur sem vogarstöng leikur á eða snýst um. Vogarstöng : Stöng sem kraftar leitast við að snúa um fastan punkt. ( Kraftur og hreyfing bls. 87)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=