Verklegar æfingar í náttúrufræði

132 Kraftur og hreyfing Verkfæri Efni og áhöld Upptakari, klaufhamar, 3 stærðir af skrúfjárnum, naglar, skrúfur, skæri, trékubbur. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmdina vel yfir og skráið það sem þið haldið að gerist. Framkvæmd • Skrúfið eina skrúfu í trékubbinn. Prófið öll skrúfjárnin. • Neglið tvo nagla í trékubbinn. Hvernig haldið þið á hamrinum til að fá mestan kraft á naglahausinn? • Losið naglana aftur með hamrinum, annan með því að taka um mitt skaftið og hinn með því að taka um enda skaftsins. • Upptakari og skæri eru algeng verkfæri. Hvað eiga þessi verkfæri sameiginlegt? Niðurstaða • Er einhver munur á kröftunum sem beitt er við notkun skrúfjárnanna? Útskýrið með orðum og mynd. • Hvernig er best að halda á hamrinum til að fá mestan kraft? • Hvort er áhrifaríkara að halda um mitt skaft hamarsins eða um endann til að losa naglana? Útskýrið með orðum og mynd. • Útskýrið með orðum og mynd hvað upptakari og skæri eiga sameiginlegt. • Hvers konar vélar eða verkfæri eru þetta? • Útskýrið hvernig verkfærin vinna út frá eðlisfræðinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=