Verklegar æfingar í náttúrufræði

131 Kraftur og hreyfing Kennarasíða – Kerti, glas og vatn Markmið Nemandi á að: • þekkja að til eru ólíkar gerðir krafta, svo sem flotkraftur, lyftikraftur, segulkraftur, að- dráttarkraftur. Ábendingar fyrir kennara • Vatnið sogast inn í glasið vegna undirþrýstings í glasinu þar sem loginn eyðir öllu súrefni inni í glasinu. • Bruninn skilar CO 2 (í gasformi) og vatnsgufu. Koltvísýringurinn gefur sama þrýsting og súrefnið sem fór í að mynda hann en vatnsgufan þéttist í vökva sem fyllir minna en súrefnið sem fór í að mynda gufuna. Áhrifin verða svolítið ýkt vegna þess að glasinu er hvolft yfir heitan loftmassa en áhrifin skoðuð þegar loftmassinn hefur kólnað. • Vatnið sogast inn til að jafna þrýstinginn utan og innan glassins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=