Verklegar æfingar í náttúrufræði

129 Kraftur og hreyfing Kennarasíða – Er hægt að troða eggi ofan í flösku? Markmið Nemandi á að: • þekkja að til eru ólíkar gerðir krafta, svo sem flotkraftur, lyftikraftur, segulkraftur, að- dráttarkraftur. Ábendingar fyrir kennara • Eggið á að sogast niður í flöskuna þegar hún kólnar. • Eggið þarf að falla þétt að stútnum svo ekki komist loft á milli. • Ef eggið er fullstórt fyrir stútinn getur farið svo að hann skerist inn í eggið. • Til að ná egginu út aftur þarf að hvolfa flöskunni þannig að eggið loki stútnum. Auka þrýstinginn í flöskunni með því að kreista hana eða hita undir vatnsbunu. • Ef ekki tekst að para saman hæfilega stærð af eggi og flöskustút má reyna vínber og minni stút. Bleytið vínberið til að auðvelda þéttingu og minnka viðnám. Útskýring Við hitun þenst loftið í flöskunni út og hluti þess streymir út. Eggið lokar nú flöskunni og kerfið kólnar þegar flaskan er tekin úr hitabaðinu. Kælingunni fylgir minni loftþrýstingur ef eggið varnar því að loft komist inn í flöskuna. Loftþrýstingur ofan á eggið verður hærri en þrýstingur í flöskunni og því dregst eggið niður. Þessa tilraun má líka framkvæma þannig að svolitlu af heitu vatni úr hraðsuðukatli er hellt í flöskuna, hún hrist svolítið til að loftið hitni allt. Flöskunni er lokað með egginu og kerfið látið kólna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=