Verklegar æfingar í náttúrufræði

128 Kraftur og hreyfing Er hægt að troða eggi ofan í flösku? Efni og áhöld Harðsoðið egg án skurnar, flaska með stút sem er aðeins þrengri en þvermál eggsins t.d. ávaxtasafaflaska með víðum stút, heitt vatn. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmdina vel yfir og skráið það sem þið haldið að gerist. Framkvæmd • Athugið að eggið þarf að ná að loka stútnum alveg. • Hitið flöskuna og loftið í henni með því að halda henni í heitu vatnsbaði. • Setjið eggið á flöskustútinn og lyftið flöskunni úr vatnsbaðinu. • Skrifið lýsingu á framkvæmdinni. Niðurstaða • Hvað gerðist og af hverju? Teiknið skýringarmynd. • Sjáið þið einhverja leið til að ná egginu úr flöskunni aftur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=