Verklegar æfingar í náttúrufræði
11 3. Verklegar æfingar í náttúrufræði Innlögn Æskilegt er að hver vinnulota hefjist með einhvers konar kveikju eða innlögn að viðfangs- efninu. Hér eru nokkur dæmi um aðferðir sem hafa reynst vel: • Sýnitilraun . Kennari gerir tilraun. Nemendur fylgjast með og skrá e.t.v. ferilinn; heiti tilraunar, efni og áhöld, tilgátu, lýsingu á framkvæmd, niðurstöðu og útskýringar. Um- ræður fara fram á meðan tilraun er framkvæmd og eftir hana. Gott er að hafa þennan hátt á þegar nemendur eru að kynnast vinnuferli sem tengist verklegum æfingum eða þegar tilraunir taka langan tíma (daga eða vikur). Þetta geta þá verið sameiginlegar bekkjartilraunir. ( fsk. 1 ) • Könnun á forhugmyndum nemenda t.d. með því að spyrja hvað þeir vita um efnið eða með því að fá þá til að taka afstöðu til ákveðinna fullyrðinga um hugtök eða við- fangsefni. Hægt er að fá einstaklinga eða hópa til að gera þetta fyrst eða fara beint í bekkjarumræður og þá er gott að hafa fullyrðingar og hugtök á töflu eða skjá. ( fsk. 2 ) • Hugtakakort . Nemendur skrá í vinnubók hvað þeir vita um viðfangsefnið áður en vinna hefst. Í lokin búa þeir til annað hugtakakort eða bæta inn á það fyrra og leiðrétta. Ef nemendur eru ekki kunnugir þessari aðferð þarf að kenna þeim hana og jafnvel gera þetta með þeim. ( fsk. 3 og fsk. 3.1 ) Einnig er hægt að byrja á hugtakakorti með öllum bekknum. Nemendur bæta svo við það þegar þeir lesa námsbókina. Þessi leið getur hjálpað þeim að fá yfirsýn yfir efnið. • K-V-L aðferðin nýtist vel sem leið til að tengja saman forþekkingu nemenda og nýtt nám. Nemendur búa til 3 dálka og fylla í fyrsta dálkinn K það sem þeir telja sig kunna um efnið, í annan dálkinn V það sem þeir vilja vita. Í lokin fylla þeir út í síðasta dálkinn það sem þeir hafa lært L. Þetta þarf að gera með nemendum í fyrsta skipti sem þeir nota þessa aðferð. • Dæmi úr daglegu lífi nemenda sem tengjast viðfangsefninu eru rædd. E.t.v. koma fram spurningar sem nemendur geta fengið svör við með einfaldri tilraun. Undirbúningur Áður en hafist er handa við framkvæmd tilrauna er verklag útskýrt vel fyrir nemendum. Mikilvægt er að þeir geri sér grein fyrir því að vinnubrögð þurfa að vera nákvæm og skipu- lögð. Mörg viðfangsefnanna reyna á að leiðbeiningum sé fylgt og því er nauðsynlegt að lesa vel yfir verklýsingar áður en hafist er handa. Að því loknu er rannsóknarspurning greind og sett fram tilgáta. Þá er leiðbeiningum fylgt, tilraun framkvæmd og greint frá niðurstöðum. Framvindan er skráð jafnóðum. ( fsk. 4 og fsk. 5 ) Ekki þarf að taka fram að það er alls ekki nauðsynlegt að nemendur skrifi alltaf um til- raunirnar, upplifunin getur verið nóg. Engu að síður þarf að ræða þær í bekknum. Framkvæmd Hægt er að framkvæma tilraunirnar með ýmsu móti eftir aðstæðum hverju sinni. Mikil- vægast er að skipuleggja tímana vel. Tillögur að útfærslum: • Stöðvar með mismunandi tilraunum sem allir nemendur framkvæma. Nemendum er skipt í hópa sem fara á milli stöðva. Heppileg hópastærð með þessu fyrirkomulagi eru
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=