Verklegar æfingar í náttúrufræði

126 Kraftur og hreyfing Loftþrýstingur Efni og áhöld Tvær borðtenniskúlur, tvinni, límband, drykkjarrör. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd vel yfir og segið til um hvað þið haldið að gerist. Framkvæmd • Límið tvinnaspotta við borðtennisboltana og hengið þá upp í sömu hæð með tveggja sentimetra millibili. • Takið rörið og komið ykkur fyrir þannig að rörið lendi á milli boltanna. Blásið eins fast og þið getið í gegnum rörið. Niðurstaða • Hvað gerðist þegar þið blésuð? • Hvers vegna? • Sýnið með mynd og útskýrið. Helst vatnið í glasinu? Efni og áhöld Glerglas, vatn, pappaspjald. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd vel yfir og skráið það sem þið haldið að gerist. Framkvæmd • Fyllið glasið af köldu vatni, það þarf að vera alveg barmafullt. • Bleytið kantinn á glasinu. • Setið pappaspjaldið ofan á glasið og haldið því föstu. • Hafið glasið yfir vaski eða bala. Snúið því og sleppið takinu á pappaspjaldinu. • Reynið aftur ef þetta mistekst í fyrstu tilraun. • Lýsið framkvæmdinni. Niðurstaða • Lýsið því sem gerðist og útskýrið með orðum eða teikningu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=