Verklegar æfingar í náttúrufræði

125 Kraftur og hreyfing Kennarasíða – Korktappi og flaska Markmið Nemandi á að: • þekkja að til eru ólíkar gerðir krafta, svo sem flotkraftur, lyftikraftur, segulkraftur, að- dráttarkraftur. Ábendingar fyrir kennara Tilgangurinn er að nemendur átti sig á að: • með því að blása fast á tappann og inn í flöskuna eykst loftþrýstingurinn inni í flösk- unni. • þessi þrýstingsmunur veldur því að loftið inni í flöskunni leitar út til þess að jafna þrýstinginn og getur tekið tappann með. Til þess að koma korktappanum inn í flöskuna þarf að blása alveg við tappann og blása eins og maður sé að hvísla og beint á tappann. Í stað korktappa má nota pappírshnoðra eða annan léttan hlut. Tilraunirnar Korktappi og flaska , Hólkar og rör , Loftþrýstingur er hægt að hafa á sömu stöð ef um stöðvavinnu er að ræða, þar sem útskýringar eru svipaðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=