Verklegar æfingar í náttúrufræði

124 Kraftur og hreyfing Korktappi og flaska Efni og áhöld Flaska með sveran háls, t.d. vínkarafla, lítill korktappi (minni en flöskuhálsinn). Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd vel yfir og komið með tilgátu um hvað þið haldið að gerist. Framkvæmd • Haldið flöskunni lárétt og leggið korktappann í flöskuhálsinn. • Blásið í ca 20 cm fjarlægð eins fast og snöggt og þið getið til þess að reyna að koma tappanum niður í flöskuna. Reynið að blása beint á korktappann. • Lýsið framkvæmdinni. Niðurstaða • Hvernig gekk? Útskýrið niðurstöðu með því að nota hugtakið þrýstingur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=