Verklegar æfingar í náttúrufræði

123 Kraftur og hreyfing Kennarasíða – Hólkar og rör Markmið Nemandi á að: • þekkja að til eru ólíkar gerðir krafta, svo sem lyftikraftur, flotkraftur, segulkraftur, að- dráttarkraftur. Ábendingar fyrir kennara Tilgangurinn er að nemendur átti sig á að: • við blásturinn fer loftið á hreyfingu og loftþrýstingur minnkar. • loftið í kring sogast inn í lágþrýstisvæðið (þar sem loftþrýstingur er minni) til þess að jafna þrýstinginn og dregur þá hólkana með sér. Gróf sogrör virka betur en fín, sérstaklega það sem blásið er með. Best er að prófa að blása með mismunandi gerðum af sogrörum og athuga hvað virkar best. Hólkarnir þurfa að vera stífir, t.d. rúllur innan úr álpappír eða tómar dósir, t.d. undan Magic orkudrykk. Tilraunirnar Korktappi og flaska og Hólkar og rör er hægt að hafa á sömu stöð ef um stöðva- vinnu er að ræða, þar sem útskýringar eru svipaðar. Með þessum tilraunum um loftþrýsting má einnig reyna: • Borðtenniskúla í trekt. Blásið er í slöngu sem er tengd við stút trektarinnar og kúlan helst við botn trektarinnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=