Verklegar æfingar í náttúrufræði

122 Kraftur og hreyfing Hólkar og rör Efni og áhöld 2 hólkar innan úr álpappír eða minnsta gerð áldósa, 3 gróf sogrör. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd yfir og segið til um hvað þið haldið að gerist þegar blásið er á milli hólkanna. Framkvæmd • Leggið tvö sogrör samsíða með nokkru millibili á borð. • Leggið hólkana tvo þvert ofan á sogrörin með 3 cm millibili. • Stingið þriðja sogrörinu niður mitt á milli hólkanna svo endann beri við miðjan hólk og blásið kröftuglega. • Prófið nokkrum sinnum. • Lýsið framkvæmdinni. Niðurstaða • Hvað gerðist þegar þið blésuð? Sýnið með mynd og útskýrið út frá hugtakinu þrýst- ingur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=