Verklegar æfingar í náttúrufræði

120 Kraftur og hreyfing Peningaskot Efni og áhöld 5 kr. peningur, 10 kr. peningur og 1 króna. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og komið með tilgátu. Framkvæmd • Leggið 5 krónu peninginn á slétt yfirborð og haldið honum föstum með vísifingri. • Leggið krónupeninginn öðrum megin við 5 kr. peninginn, alveg upp við hann. • Leggið 10 kr. peninginn hinum megin við 5 kr. peninginn en í dálítilli fjarlægð frá honum u.þ.b. 10 cm. • Skjótið 10 kr. peningnum með vísifingri hinnar handarinnar (selbiti) í 5 kr. peninginn, eins fast og þið getið. Mundið að halda fast við 5 kr. peninginn. • Endurtakið nokkrum sinnum. • Lýsið framkvæmdinni. Niðurstaða • Útskýrið með mynd og orðum hvað gerðist og hvers vegna. Nú getið þið prófað með fleiri peningum í röð og öðrum smápeningum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=