Verklegar æfingar í náttúrufræði

118 Kraftur og hreyfing Kemst peningurinn í glasið? Efni og áhöld Glas, aflangt þykkt karton sem þekur ekki alveg breidd glassins en nær út fyrir glasið á tveimur stöðum, 10 kr peningur. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og setjið fram tilgátu um hvað þið haldið að gerist. Framkvæmd • Leggið kartonið yfir glasið og setjið peninginn ofan á það. • Getið þið látið peninginn detta ofan í glasið án þess að koma við hann? • Reynið nokkrum sinnum. • Lýsið framkvæmdinni. Niðurstaða • Hvað gerðist? Lýsið með mynd og útskýringum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=