Verklegar æfingar í náttúrufræði
116 Kraftur og hreyfing Kipptu spjaldinu undan Efni og áhöld Plastbolli með vatni í, karton A-4 (þarf að hafa talsvert stærra flatarmál en bollinn). Tilgáta Hvað haldið þið að gerist þegar þið kippið kartoni undan plastbolla með vatni í? Skráið tilgátuna. Framkvæmd • Kartonið sett þannig að annar endi þess nemi við borðbrún. • Setjið bollann með vatni í, á miðjan pappírinn. Bollinn verður að vera þurr að utan. • Kippið pappírnum undan bollanum. Þið verðið að kippa lárétt að ykkur. • Endurtakið tvisvar til þrisvar sinnum. • Skráið hjá ykkur framkvæmdina. Niðurstaða • Hvað gerðist og af hverju? • Reynið að útskýra út frá eðlisfræðinni, hvaða kraftar eru að verki. • Teiknið skýringarmynd.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=