Verklegar æfingar í náttúrufræði

115 Kraftur og hreyfing Kennarasíða – Trissa Markmið Nemandi á að: • gera sér grein fyrir að vélar, svo sem tannhjól, gírar, öxlar og trissur, eru tæki sem hjálpa með því að margfalda krafta og að í þeim tapast alltaf orka. Ábendingar fyrir kennara Tilgangurinn er að nemendur átti sig á að: • trissur og talíur geta minnkað þann kraft sem þarf til þess að lyfta þungum hlutum. • tvær eða fleiri trissur sem tengjast á réttan hátt mynda talíu. Trissum má raða á marga vegu í talíur, ýmist til að breyta stefnu krafts eða stærð. Megin- reglan er sú að margfeldi krafts og færslu er fasti (litið fram hjá viðnámi). Fyrir talíu sem fjórfaldar kraftinn þarf átakið á lausa enda bandsins að verka yfir vegalengd sem er fjórum sinnum lengri en lyftihæð byrðarinnar (þ.e. hversu hátt maður lyftir byrðinni/hlutnum). • Trissur fást í byggingavöruverslunum. Nemendur ættu að gera tilraunirnar með einfalda trissu og talíu á sömu stöð til þess að fá samanburð á kröftum sem þarf að beita í þessum tveimur tilfellum. Trissuna/talíuna má hengja upp í kortabraut.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=