Verklegar æfingar í náttúrufræði

114 Kraftur og hreyfing Trissa Efni og áhöld Trissa, band, lítil plastfata með nokkrum hlutum í, gormavog. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmdina vel yfir og setjið fram tilgátu um hvort þið haldið að það sé auðveldara að lyfta fötunni upp með eða án trissu. Framkvæmd • Setjið nokkra hluti í fötuna og lyftið henni með gormavog (Njútón mæli). Hversu mikinn kraft þarf að nota? Gefið svarið í einingunum njúton. • Hengið trissuna upp á snaga eða krók (nagla). • Bindið annan enda bandsins fastan í fötuna og þræðið lausa endann yfir trissuna. • Notið gormavog til þess að draga í bandið og hífið fötuna upp. • Skráið í njúton hversu mikinn kraft þið notuðuð núna. • Lýsið framkvæmdinni. Niðurstaða • Hvort er léttara að hífa fötuna upp með trissunni eða án hennar? • Hversu langt þurfti að draga bandið niður til þess að lyfta fötunni 30 cm? • Sýnið með mynd Tvöföld trissa – talía Efni og áhöld Einföld trissa, tvöföld trissa, band, lítil plastfata með nokkrum hlutum í, gormavog. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd vel yfir og skráið tilgátu. Framkvæmd • Þræðið bandið á trissurnar. • Nú hafið þið búið til talíu. • Lyftið fötunni upp með gormavoginni einni. • Notið nú gormavog og talíu til þess að lyfta fötunni upp. • Lýsið framkvæmdinni. Niðurstaða • Hvernig gengur að hífa fötuna upp núna, þurfið þið meiri eða minni kraft en án talíu? • Hvað þarf að draga bandið langt niður til þess að lyfta fötunni 30 cm upp? • Útskýrið niðurstöðu ykkar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=